Hafðu samband     |     Karfa

Ingimarson ehf. sérhæfir sig í sölu og dreifingu á gæðavörum á góðu verði. Helstu vörur okkar eru hágæða sokkar frá Caterpillar sem hafa fengið frábærar viðtökur. Fyrirtækið var upphaflega stofnað af Guðsteini Ingimarssyni en hann féll frá fyrir aldur fram.

Ingimarson er heildsala sem selur eingöngu til fyrirtækja. Markmið fyrirtækisins er að halda öllum rekstrarkostnaði og yfirbyggingu í lágmarki og láta viðskiptavini fyrirtækisins njóta þess með því að bjóða frábært verð. Hægt er að panta vörur á heimasíðunni en verð er ekki birt þar. Verð frá okkur er heildsöluverð samkvæmt verðlista.

Hægt er að panta vörur hér á heimasíðunni með því að setja vörur í körfu og senda pöntun. Ekki þarf að greiða vörur við pöntun. Einnig er hægt að panta vörur með því að smella á “Hafa samband” og fylla út beiðni þar. Varan verður send til viðskiptavina samdægurs eða daginn eftir.

Gott er að taka fram við pöntun óskir um flutningsaðila til að tryggja að varan komist sem fyrst til viðskiptavina okkar.  Fljót og góð þjónusta er okkar vörumerki.

Starfsmenn:
Jóhannes Ingimarsson, sölustjóri
Sími: 630 0500
Netfang: [email protected]

Sigurjón Þór Hafsteinsson
Sími: 699 6717
Netfang: [email protected]