O-motion þrýsti- og sportsokkar eru hágæða þýskir íþróttasokkar sem eru um leið árangursbætandi. Sokkarnir eru orðnir staðalbúnaður hjá keppnisliðum í Evrópu og er ávinningur studdur með rannsóknum. Sokkarnir henta þeim sem stunda íþróttir, hjólreiðar, hlaup og í raun öllum þeim sem þurfa að bæta blóðflæði í fótleggjum.
O-motion þrýsti- og sportsokkarnir veita stöðugan þrýsting og bæta þannig blóðflæði og súrefnisflutning. Þeir hraða upphitun og auka súrefnisflæði til vöðva. Þeir minnka hættu á meiðslum, gera liðamót, vöðva og liðbönd stöðugri og auka stöðu- og hreyfiskyn.
O-motion þrýsti- og sportsokkarnir stuðla að fljótari endurheimt vöðva eftir æfingu og minni vöðvaeymslum og þreytu strax eftir. Mjólkursýra hverfur hraðar og fljótari endurheimt vöðva eykur afkastagetu.
O-motion sokkarnir uppfylla kröfur Evrópustaðalsins CCL2 um miðlungs aðhaldssþrýsting (23-32 mmHg). Þeir þola mikla notkun. Ummál kálfa er mælt og stærð sérvalin fyrir hvern einstakling. Litir: Svart, hvítt, blátt, rautt.
Helstu eiginleikar O-motion þrýsti- og sportsokka:
- Sérstakir sokkar fyrir vinstri og hægri fót
- Flatir saumar
- Púðar sem styðja við og stuðla að góðri líkamsstöðu
- XtraDryFresh dregur úr svitamyndun
- Blöðruvörn veitir vörn gegn ofhitnun, bakteríuvexti og óþef (silfurþræðir).
Smelltu hér til að fá nánari upplýsingar.